Viðskipti innlent

Til­nefningar til Ís­lensku vef­verð­launanna 2017 kynntar

Tinni Sveinsson skrifar
Glatt var á hjalla þegar teymið á bak við vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands tók við veðlaunum fyrir vef ársins í fyrra.
Glatt var á hjalla þegar teymið á bak við vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands tók við veðlaunum fyrir vef ársins í fyrra. Gunnar Freyr Steinsson
Íslensku vefverðlaunin verða afhend í sautjánda sinn 26. janúar í Hörpu. Í hádeginu í dag var tilkynnt hvaða vefir eru tilnefndir.

Vísir er tilnefndur í flokknum Efnis- og fréttaveita ársins en alls voru birtar tilnefningar í tólf flokkum. Dómnefnd skipuð fagfólki í vefmálum valdi þá vefi sem komust í úrslit en fyrir áramót gafst fyrirtækjum og einstaklingum kostur á að tilnefna til verðlaunanna.

Samtök vefiðnaðarins, SVEF, standa að verðlaununum og hafa gert frá árinu 2000. Þau eru jafnframt hugsuð sem uppskeruhátíð vefiðnaðarins og allra þeirra sem í honum starfa. 

Fyrir verðlaunin verður ráðstefnan IceWeb haldin í Hörpu. Þar kemur fram fjölhæfur hópur fyrirlesara og er yfirskriftin Stafræn framtíð.

Hér fyrir neðan má sjá tilnefningarnar:

Fimm vefir eru tilnefndir í flokknum Markaðsvefur ársins.

Markaðsvefur ársins

Innri vefur ársins

Innri vefur Hafrannsóknarstofnunar

Riddarinn

Vísir er meðal tilnefndra í flokknum Efnis- og fréttaveita ársins.

Efnis- og fréttaveita ársins

Fimm vefir eru tilnefndir í flokknum Gæluverkefni ársins.
Lítil fyrirtæki. Undir þennan flokk falla vefir fyrirtækja með 10 eða færri starfsmenn.

Fyrirtækjavefur ársins

- lítil fyrirtæki

Meðalstór fyrirtæki. Undir þennan flokk falla vefir fyrirtækja með 11 til 80 starfsmenn.

Fyrirtækjavefur ársins

- meðalstór fyrirtæki

Stór fyrirtæki. Undir þennan flokk falla vefir fyrirtækja með fleiri en 80 starfsmenn.

Fyrirtækjavefur ársins

- stór fyrirtæki

Efla verkfræðistofa

Nova

Síminn

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins

Vodafone



Vefverslun ársins

IKEA

Húsasmiðjan og Blómaval

Nespresso

Nordic Visitor

Nova



SVEF leitar einnig til félaga og áhugafólks í vefbransanum með tilnefningar til viðurkenninga fyrir vel unnin störf á seinasta ári. Eru sem flestir hvattir til að taka þátt:

Hér má tilnefna vefhetju

Hér má tilnefna opinn hugbúnað

Hér má tilnefna einstaklingsvef

Þá veitir dómnefnd þar að auki tvenn aukaverðlaun, fyrir hönnun og viðmót og vef ársins. Í fyrra var það vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem hreppti hnossið. Hægt er að kynna sér verðlaunin nánar á vefverdlaun.is.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×