Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn sautján ára dreng. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú 29 kynferðisbrot gegn börnum til rannsóknar sem þykir óvenju mikið. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö.

Við fjöllum líka um Borgarlínuna en hún er umdeild meðal sjálfstæðismanna. Oddvitinn í Hafnarfirði styður hana en áberandi frambjóðendur í Reykjavík ekki. Þá fjöllum við um dóm yfir manni sem sakfelldur var fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og dæmdur í fimm ára fangelsi en hann framleiddi e-töflur hér á landi með sérstakri töflugerðarvél.

Í fréttatímanum fjöllum við líka um umbætur á evrusvæðinu en Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti funduðu í dag í París til að ná samkomulagi um þær.

Loks verðum við í beinni frá einu fjölmennasta þorrablóti landsins en bóndadagurinn, sem er í dag, markar upphaf þorrans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×