Enski boltinn

Liðsfélagi Gylfa veitir Jóhanni Berg verðuga samkeppni á seinni hluta tímabilsins

Enski kantmaðurinn Aaron Lennon er við það að ganga til liðs við Burnley frá Everton en áætla má að hann muni veita Jóhanni Berg Guðmundssyni samkeppni það sem eftir lifi tímabilsins.

Lennon sem er aðeins þrítugur kom upp úr unglingastarfi Leeds og hefur verið á mála hjá Everton frá 2015 en þar áður lék hann með Tottenham í tíu ár.

Eftir vistaskipti Theo Walcott til Everton frá Arsenal fyrr í vikunni varð ljóst að tækifæri Lennon á hægri kantinum hjá Everton yrðu af skornum skammti.

Mun hann berjast við landsliðsmanninn Jóhann Berg um stöðu hægri kantmanns hjá Burnley en Jóhann hefur verið í lykilhlutverki hjá Burnley sem er óvænt í efri hluta töflunnar þegar mótið er hálfnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×