Erlent

Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur ferðabann Donalds Trump fyrir

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hæstiréttur Bandaríkjanna mun úrskurða um ferðabannið sem er umdeilt víða um heim.
Hæstiréttur Bandaríkjanna mun úrskurða um ferðabannið sem er umdeilt víða um heim. Vísir/AFP
Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í dag að „ferðabann“ Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, verði tekið fyrir. Dómurinn mun koma til með að úrskurða um það hvort forsetinn hafi farið út fyrir valdsvið sitt í þessari þriðju útgáfu „ferðabannsins“ svonefnda og þá verður kveðið úr um það hvort Trump hafi gerst sekur um mismunun á grundvelli trúarbragða. Þetta kemur fram í frétt AFP fréttaveitunnar.

Neðri dómstig í ýmsum fylkjum Bandaríkjanna eins og Hawaii og Kaliforníu hafa ítrekað úrskurðað að ferðabannið brjóti í bága við stjórnarskrá landsins. Ríkissaksóknarinn á Hawaii, Doug Chin, sem hefur barist ötullega gegn ferðabanninu, segir að það hafi ávallt verið vitað mál að Hæstiréttur myndi þurfa að úrskurða um málið.

„Þetta verður mikilvægur dagur fyrir réttlæti og réttvísina,“ segir Chin.

Vert er að taka fram að ferðabann Donalds Trump hefur áhrif á íbúa Norður-Kóreu og Venesúela auk sex landa þar sem meirihluti íbúa eru múslimar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×