Erlent

Kannabisneysla fullorðinna nú lögleg í Kaliforníu

Atli Ísleifsson skrifar
Notkun kannabis varð heimil í lækningaskyni í Kaliforníu árið 1996.
Notkun kannabis varð heimil í lækningaskyni í Kaliforníu árið 1996. Vísir/afp
Kalifornía varð á miðnætti stærsta ríki Bandaríkjanna til að heimila almenna notkun kannabis. Notkun kannabis varð heimil í lækningaskyni í ríkinu árið 1996, en nú mega allir 21 árs og eldri neyta efnisins.

Samkvæmt lögunum, sem gildi tóku um áramót, mega fullorðnir eiga allt að 28 grömm af efninu og rækta allt að sex maijuanaplöntur á heimili sínu.

Andstæðingar laganna segja að þau muni leiða til aukningar tilfella þar sem ökumenn aka undir áhrifum og auki aðgengi unglinga að efninu.

Lögin voru samþykkt fyrir fjórtán mánuðum síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór samhliða forsetakosningunum síðustu. Flóknu skatta- og regluverki hefur verið í þróun síðustu mánuði til að stjórna sölu á kannabis.

BBC segir frá því að lögin hafa verið gagnrýnd fyrir að vera of umfangsmikil og flókin sem muni letja neytendur til að segja skilið við svarta markaðinn.

Einungis hafa nokkrir tugir verslana fengið leyfi til að selja kannabis enn sem komið er. Engin verslun hefur enn fengið söluleyfi í stórborgunum Los Angeles og San Francisco.


Tengdar fréttir

Kannabis lögleitt í tveimur ríkjum Bandaríkjanna

Enn á eftir að telja atkvæði í Alaska en líklegt þykir að lögleiðing verði samþykkt þar. Lögleiðingu var hafnað í Flórída þrátt fyrir að 57 prósent kjósenda sögðu já.

Kalifornía gæti fengið milljarða tekjur af kannabis

Tillaga um að lögleiða kannabis hefur legið frammi á ríkisþingi Kaliforníu í nokkra mánuði. Nú hafa útreikningar frá skattyfirvöldum ríkisins sýnt að tómir sjóðir Kaliforníu gætu fengið 1,4 milljarða dollara eða tæplega 180 milljarða kr. ef af lögleiðingunni verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×