Enski boltinn

Mourinho: Ég er óheppinn

Dagur Lárusson skrifar
Mourinho eftir leikinn á laugardaginn.
Mourinho eftir leikinn á laugardaginn. vísir/getty
José Mourinho, stjóri Manchester United, segir að hann sé mjög óheppinn hvað varðar ákvarðanir dómara á þessari leiktíð.

Mourinho var alls ekki sáttur eftir leik sinna manna gegn Southampton á laugardaginn en hann taldi að United átti að fá vítaspyrnu þegar Maya Yoshida handlagði boltann í vítateig sínum.

„Mér líður eins og ég sé mjög óheppinn með dómgæsluna,“ sagði Mourinho.

„Þegar ég tala um þrjú stór atvik sem voru ekki dæmd okkur í hag eftir hvern einasta leik þá verð ég að segja hvernig mér líður og mér líður eins og ég sé mjög óheppinn.“

„Ég gæti setið hérna og sagt að það væri samsæri gegn okkur, en ég ætla mér alls ekki að gera það því ég er ánægður með frammistöður dómara, við höfum bara verið óheppnir.“

„Þú þyrftir að vera hlutdrægur til þess að segja að atvikin gegn City, Leicester og Southampton hefðu ekki átt að vera vítaspyrnur,“ endaði Portúgalinn á að segja.


Tengdar fréttir

Mourinho: United á ekki jafn mikið af pening og City

José Mourinho, stjóri Manchester United, segir að United eigi erfitt með að berjast við lið á borð við Manchester City og PSG vegna þess að United á ekki jafn mikið af peningum.

Scholes skammar Mourinho: United þarf að lifna við

Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United og meðlimur í hinum fræga 1992 árgangi, vandaði Jose Mourinho, knattspyrnustjóra United, ekki kveðjurnar eftir leik liðsins og Southampton á Old Trafford í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×