Erlent

Tíu létu lífið í mótmælum í Íran

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmælin eru þau mestu í Íran frá árinu 2009.
Mótmælin eru þau mestu í Íran frá árinu 2009. Vísir/afp
Alls létu tíu manns lífið í mótmælum í Íran í nótt. Tólf manns hafa því dáið í mótmælum sem staðið hafa í landinu síðan á fimmtudag. Mótmælin beinast að stjórnvöldum þar í landi. BBC greinir frá.

Ekkert lát var á mótmælunum í nótt þrátt fyrir að Hassan Rouhani Íransforseti hafði hvatt til stillingar og sagt að óeirðir yrðu ekki liðnar.

Forsetinn viðurkenndi að landsmenn stæðu frammi fyrir efnahagslegum vanda, að spilling og skortur á gagnsæi væri vandamál, en varði þó þann árangur sem stjórn hans hefði náð.

Lögregla beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum á Engheleb-torgi í höfuðborginni Teheran.

Mótmæli hafa sömuleiðis átt sér stað í Kermanshah og Khorramabad í vesturhluta landsins, Shahinshahr í norðvestri og Zanjan í norðurhluta landsins.

Mótmælin eru þau mestu í landinu frá árinu 2009 og hefur lögregla handtekið mörg hundruð mótmælenda.


Tengdar fréttir

„Heimurinn fylgist með“

Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað gegn stjórnvöldum Íran í nokkrum borgum landsins.

Vara við frekari mótmælum

Stjórnvöld vara mótmælendur við og segja að þeir muni gjalda fyrir mótmæli sín.

Átökin stigmagnast í Íran

Íranskir borgarar hafa mótmælt í fjölda borga síðustu þrjá daga. Mótmælunum virðist ekki ætla að linna og komið hefur til átaka milli borgara og lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×