Fótbolti

„Íslendingar eru líklega ennþá að fagna“

Dagur Lárusson skrifar
Alfreð fagnar marki.
Alfreð fagnar marki. vísir/getty
Alfreð Finnabogason segir að spennan fyrir heimsmeistaramótinu sé að aukast með hverjum deginum sem líður.

Alfreð var tekinn í viðtal hjá félagsliði sínu Augsburg þar sem hann var spurður út í velgengni landsliðsins.

„Þetta er auðvitað magnað afrek, komast á heimsmeistaramótið í fyrsta skipti í sögu Íslands þannig þetta verður ótrúleg upplifun,“ sagði Alfreð.

Spurður út í stemminguna hjá Íslendingum fyrir heimsmeistaramótinu sagði Alfreð að Íslendingar væru líklega ennþá að fagna.

„Stemming er ótrúlega góð og Íslendingar eru líklega ennþá að fagna,“ sagði Alfreð og brosti.

„Það urðu allir mjög spenntir yfir drættinum og núna þegar hann er búinn þá fer fólk að panta flugið út og því mun stemmingin bara aukast.“






Tengdar fréttir

Alfreð orðaður við Everton

Alfreð Finnbogason gæti orðið liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, en staðarblaðið Liverpool Echo orðar framherjann við enska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×