Lífið

„Það eina sem þessi þjóð þurfti var Daða í skaupið“

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Daði mundaði hljómborðsgítarinn af leikni.
Daði mundaði hljómborðsgítarinn af leikni. vísir/skjáskot

Daði Freyr Pétursson sló botninn í Áramótaskaup gærkvöldsins með laginu „Seinni tíma vandamál“.  Daða Frey skaut upp á stjörnuhimininn í vor en hann hafnaði sem kunnugt er í öðru sæti í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Daði Freyr var í essinu sínu í Skaupinu, íklæddur peysunni sinni frægu og vopnaður rauða hljómborðsgítarnum.

Ekki náðist í Daða við vinnslu fréttarinnar en hann er staddur í Kambódíu um þessar mundir ásamt kærustu sinni Árnýju Fjólu. Hægt er að fylgjast með ferðalögum skötuhjúanna næstu vikurnar á ruv.is.   

Tístarar ánægðir með Daða 
Daði uppskar mikið lof í netheimum og virtust menn almennt kátir með þetta hressilega lokaatriði Skaupsins. „Það eina sem þessi þjóð þurfti var Daða í skaupið“, tísti Ágústa B. Kettler K. og fleiri tóku í sama streng og hún líkt og sjá má í tístunum hér fyrir neðan:


Tengdar fréttir

Daði Freyr með nýjan smell

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr hefur gefið út nýtt myndband við lagið Næsta skref og kom það út fyrir helgi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.