Fótbolti

Sara Björk á meðal 50 bestu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sara Björk í leik með Wolfsburg
Sara Björk í leik með Wolfsburg Vísir/getty
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er í 43. sæti á lista yfir bestu fótboltakonur heims árið 2017 að mati vefsíðunnar The Offside Rule.

Síðunni er haldið út af fjölmiðlakonum í Englandi og út um allan heim og var dómnefnd 59 kvenna sem valdi listann. Í dómnefndinni voru meðal annars Kelly Smith, Saskia Bartusiak, John Herdman og fleiri.

Sara Björk fékk 312 stig í kjörinu en hún hoppar upp um fjórtán sæti frá síðasta ári þegar hún var í 57. sæti á sama lista.

Vitnað er í Stephan Lerch, þjálfara Söru hjá Wolfsburg sem segir að „með viljastyrk sínum verður Sara að leiðtoga sem berst fyrir liðið. Hún er fáránlega sterk og er sterk í loftinu.“

Hin hollenska Lieke Martens, sem var valin leikmaður ársins af bæði UEFA og FIFA, var efst á lista Offside Rule.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×