Fótbolti

Sara Björk á meðal 50 bestu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sara Björk í leik með Wolfsburg
Sara Björk í leik með Wolfsburg Vísir/getty

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er í 43. sæti á lista yfir bestu fótboltakonur heims árið 2017 að mati vefsíðunnar The Offside Rule.

Síðunni er haldið út af fjölmiðlakonum í Englandi og út um allan heim og var dómnefnd 59 kvenna sem valdi listann. Í dómnefndinni voru meðal annars Kelly Smith, Saskia Bartusiak, John Herdman og fleiri.

Sara Björk fékk 312 stig í kjörinu en hún hoppar upp um fjórtán sæti frá síðasta ári þegar hún var í 57. sæti á sama lista.

Vitnað er í Stephan Lerch, þjálfara Söru hjá Wolfsburg sem segir að „með viljastyrk sínum verður Sara að leiðtoga sem berst fyrir liðið. Hún er fáránlega sterk og er sterk í loftinu.“

Hin hollenska Lieke Martens, sem var valin leikmaður ársins af bæði UEFA og FIFA, var efst á lista Offside Rule.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.