Birkir skoraði í stórsigri Villa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birkir hefur nú skorað 2 mörk á tímabilinu, það fyrra í deildarbikarnum í ágúst
Birkir hefur nú skorað 2 mörk á tímabilinu, það fyrra í deildarbikarnum í ágúst vísir/getty
Birkir Bjarnason skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu fyrir Aston Villa í stórsigri liðsins á Bristol City í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Birkir, sem litla náð hefur fengið hjá knattspyrnustjóranum Steve Bruce, kom inn á 70. mínútu. Tveimur mínútum síðar var hann mættur í teiginn og setti fyrirgjöf Alan Hutton í netið og skoraði fjórða mark Villa í leiknum.

Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Bristol en hann var tekinn út af í hálfleik. Þá var staðan orðin 2-0 fyrir Villa og Lee Johnson ákvað að fara í þriggja manna varnarlínu og þurfti Hörður því að víkja.

Leikurinn endaði með 5-0 sigri Villa sem fór með sigrinum upp í 5. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Bristol og Cardiff í 3. og 4. sæti.

Fyrr í dag lá Cardiff fyrir QPR á útivelli, Aron Einar Gunnarsson var ekki í hópi Cardiff en hann er nýkominn úr aðgerð.

Öll úrslit dagsins:

Bolton - Hull 1-0

Derby - Sheffield United 1-1

Lees - Nottingham Forest 0-0

Norwich - Milwall 2-1

Preston - Middlesbrough 2-3

QPR - Cardiff 2-1

Sheffield Wednesday - Burton 0-3

Sunderland - Barnsley 0-1

Aston Villa - Bristol City 5-0

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira