Enski boltinn

Faðir og sonur reknir af velli í sama leiknum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Árið byrjaði ekki vel fyrir Cooper fjölskylduna
Árið byrjaði ekki vel fyrir Cooper fjölskylduna vísir/getty

Feðgar voru reknir af velli í viðureign Forest Green Rovers og Wycombe Wanderers í ensku 4. deildinni í dag.

Charlie Cooper fékk rauða spjaldið seint í fyrri hálfleik eftir samstuð við Luke O'Nien.

Faðir hans, Mark Cooper, er knattspyrnustjóri liðsins og hann mótmælti rauða spjaldinu of mikið við dómara leiksins, svo hann var sendur upp í stúku.

Staðan í leiknum var þá 0-1 fyrir Wycombe og tvöfölduðu gestirnir forystuna áður en gengið var til búningsherbergja. Forest Green náði að klóra í bakkann, en það dugði ekki til og 1-2 tap niðurstaðan.

Forest Green er á botni deildarinnar með 20. stig eftir 25 leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.