Enski boltinn

Faðir og sonur reknir af velli í sama leiknum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Árið byrjaði ekki vel fyrir Cooper fjölskylduna
Árið byrjaði ekki vel fyrir Cooper fjölskylduna vísir/getty
Feðgar voru reknir af velli í viðureign Forest Green Rovers og Wycombe Wanderers í ensku 4. deildinni í dag.

Charlie Cooper fékk rauða spjaldið seint í fyrri hálfleik eftir samstuð við Luke O'Nien.

Faðir hans, Mark Cooper, er knattspyrnustjóri liðsins og hann mótmælti rauða spjaldinu of mikið við dómara leiksins, svo hann var sendur upp í stúku.

Staðan í leiknum var þá 0-1 fyrir Wycombe og tvöfölduðu gestirnir forystuna áður en gengið var til búningsherbergja. Forest Green náði að klóra í bakkann, en það dugði ekki til og 1-2 tap niðurstaðan.

Forest Green er á botni deildarinnar með 20. stig eftir 25 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×