Enski boltinn

Upphitun: Byrjar City nýja sigurgöngu?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Jóladagskráin heldur áfram í enska boltanum, en fjórir leikir eru á dagskrá úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Það er fallslagur á St. Mary's vellinum í Southampton þar sem heimamenn taka á móti Crystal Palace. Palace varð fyrsta liðið sem kom í veg fyrir að Manchester City skoraði mark í deildarleik á tímabilinu á gamlársdag og mæta lærisveinar Roy Hodgson því fullir sjálfstrausts á suðurströndina.

Botnlið Swansea fær Tottenham í heimsókn, en Harry Kane og félagar hafa fengið lengri hvíld en aðrir í deildinni, þeir spiluðu síðast annan í jólum. Swansea vann hins vegar sigur á Watford á laugardaginn.

West Ham, sem hefur heldur ekki spilað síðan annan í jólum, tekur á móti lánslausu liði WBA. Lærisveinar Alan Pardew hafa ekki unnið leik síðan í annari umferð deildarinnar um miðjan ágúst.

Topplið Manchester City getur svo hefnt fyrir ófarirnar á gamlársdag og hafið nýja sigurgöngu þegar liðið fær Watford í heimsókn á Etihad völlin. Watford byrjaði tímabilið vel, dalaði svo aðeins og situr nú í 10. sætinu með 25 stig.

Leikir dagsins:
19:45 Southampton - Crystal Palace
19:45 Swansea - Tottenham, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport
19:45 West Ham - West Bromwich Albion
20:00 Manchester City - WatfordAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.