Lífið

Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökli

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Bassaleikarinn skrapp upp á jökul skömmu fyrir áramót.
Bassaleikarinn skrapp upp á jökul skömmu fyrir áramót. vísir/getty/skjáskot
Mark Hoppus, bassaleikari hljómsveitarinnar Blink 182, er staddur hér á landi í fríi yfir áramótin. Hoppus hefur verið á faraldsfæti síðustu daga en hann skoðaði meðal annars náttúruperlurnar Gullfoss og Geysi.

Hoppus birti athyglisverða færslu á Instagram-reikningi sínum í fyrradag þar sem hann sagði frá ævintýrum sínum í vélsleðaferð á ónefndum jökli hér á landi.

„Í gær leigðum við okkur vélsleða og fórum í ferð upp á jökul. Á ákveðnum tímapunkti þurftum við að nema staðar,“ segir í færslunni en ástæðan fyrir því var að holrúm hafði myndast undir ísnum vegna árfarvegs.

„Bílstjórarnir voru ekki klárir á því hvort við gætum komist yfir ísinn án þess að hann myndi brotna undan okkur,“ hélt Hoppus áfram.

„Bílstjórinn okkar og leiðsögumaðurinn fóru af sleðanum til þess að gá að holrúminu og þykkt íssins. Dró bílstjórinn þá ekki númeraplötu upp úr holunni, þarna í lengst uppi í fjöllum á Íslandi,“ sagði Hopper svo en myndin sem fylgdi færslunni sýndi beyglaða númeraplötu, sem einhver eflaust saknar.

Líkað hefur verið við færslu Hoppusar tæplega 35 þúsund sinnum en mörgum þeim sem hafa skrifað athugasemdir við þráðinn þykir sú staðreynd að platan beri númerið 182 alveg ótrúlega skemmtileg.

Meðfylgjandi er færslan í heild sinni ásamt nokkrum vel völdum myndum úr Íslandsferð Hoppusar.

Selfie w Plus One at the waterfall.

A post shared by Mark Hoppus (@markhoppus) on

Ep, tea's on.

A post shared by Mark Hoppus (@markhoppus) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×