Lífið

Carey bað um heitt te og uppskar hlátrasköll

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Carey finnst kolómögulegt að þurfa að syngja í nístandi kulda og fá ekki einu sinni heitt te til þess að mýkja raddböndin.
Carey finnst kolómögulegt að þurfa að syngja í nístandi kulda og fá ekki einu sinni heitt te til þess að mýkja raddböndin. Visir/Getty

Söngdrottningin Mariah Carey varð óvænt að skotspæni fyrir gárungana eftir að hún bað um heitt te á sviðinu á Times Square í gærkvöldi.

Carey var ein af flytjendum kvöldsins en eins og margir vita er mikið um dýrðir á Times-torgi á gamlárskvöld en þar koma hundruð þúsunda gesta árlega til þess að fagna áramótunum.

Fimbulkuldi var í New-York borg í gær en tónlistaratriðin á Times Square eru flutt á stóru sviði undir berum himni. Carey söng nokkur lög en bað svo um heitt te áður en lengra var haldið. Myndbandið af atvikinu hefur farið víða og þykir ansi spaugilegt.

„Ég vil bara fá mér tesopa, ef þeir leyfa mér það. Þeir sögðu mér að það yrði te. ÓÓH, þetta er hörmung!! Jæja ókei, við hörkum þá af okkur, ég verð þá bara eins og hver annar, með ekkert heitt te,“ sagði Carey á sviðinu, líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan. Í kjölfarið fór af stað hrina á Twitter þar sem spaugað var með atvikið. 

„Þegar að því kemur að erfiðleikar í lífinu berja að dyrum á árinu skaltu bara muna: Mariah Carey komst í gegnum þetta án heita tesins. Þú getur komist í gegnum þetta líka,“ sagði einn gárunganna. Carey tók þessu ekki of hátíðlega og birti mynd af sér með sitt langþráða te. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.