Körfubolti

DeRozan með flugeldasýningu í Kanada

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
DeRozan fagnar í stjörnuleiknum sínum.
DeRozan fagnar í stjörnuleiknum sínum. vísir/getty

Hinn magnaði leikmaður Toronto Raptors, DeMar DeRozan, setti félagsmet í nótt er hann skoraði 52 stig í framlengdum sigri á Milwaukee.

Hann hitti úr 17 af 29 skotum sínum í leiknum. 5 af 9 þristum fóru niður hjá honum og öll 13 vítaskotin fóru rétta leið. Þokkalegt.

Eftir frekar óstöðugan vetur er DeRozan að finna taktinn en hann skoraði 45 stig í leik í desember. Giannis Antetokounmpo skoraði 26 stig fyrir Bucks og tók einnig 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

LA Lakers er án hins magnaða Kyle Muzma og með hann í stúkunni tapaði liðið gegn Minnesota. Skotnýting Lakers var aðeins 30,8 prósent í leiknum. Lakers er 11-25 í vetur.

Úrslit:

Toronto Raptors - Milwaukee Bucks  131-127 (frl)
Brooklyn Nets - Orlando Magic  98-95
Portland Trail Blazers - Chicago Bulls 124-120 (frl)
Minnesota Timberwolves - Los Angeles Lakers 114-96

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.