Sport

Conor og Khabib farnir að rífast á Twitter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Khabib svaraði kjaftinum í Conor meðal annars með þessari mynd. Gefur ekkert eftir í ruslatalinu.
Khabib svaraði kjaftinum í Conor meðal annars með þessari mynd. Gefur ekkert eftir í ruslatalinu.

Það er draumur margra að sjá þá Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov berjast á árinu. Þeir eru í það minnsta byrjaðir að kynda undir bardagann.

Khabib vann sannfærandi sigur á Edson Barboza á næstsíðasta degi ársins og sagði eftir bardagann að hann gæti barist við Conor og Tony Ferguson sama kvöldið.

Rússinn er óstöðvandi vél sem hefur unnið alla 25 bardaga sína á ferlinum og þó svo bardaginn gegn Barboza hafi farið alla leið þá voru yfirburðir Rússans miklir.

Conor var aftur á móti ekki hrifinn af hans frammistöðu og sagði hana hafa verið drullulélega. Þeir hafa svo byrjað árið á því að skiptast á skotum sem vekur von í brjósti bardagaáhugamanna um að þeir mætist á þessu ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.