Enski boltinn

Guardiola: Þessi leikjaniðurröðun er stórslys

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pep hugar að Jesus er hann meiddist á gamlársdag.
Pep hugar að Jesus er hann meiddist á gamlársdag. vísir/getty
Leikjálagið í ensku úrvalsdeildinni um jól og áramót er alltaf gagnrýnt af einhverjum stjórum deildarinnar og nú hreinlega rýkur úr Pep Guardiola, stjóra Man. City.

City er að fara að spila sinn fjórða leik á ellefu dögum í kvöld og er þegar búið að missa lykilmennina Kevin de Bruyne og Gabriel Jesus í meiðsli. Skal því ekki undra að Pep sé reiður.

„Ætlar einhver að segja mér að þetta sé gott fyrir leikmennina? Nei, þetta er stórslys,“ sagði Pep en 18 leikja sigurganga City tók enda er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Crystal Palace. Liðið spilar gegn Watford í kvöld.

„Ég veit að þetta er hefð í þessu landi og ég þarf að aðlagast henni. Það er sama álagið fyrir alla. Ég vil samt segja mína skoðun þó svo ég viti vel að það muni ekki hafa nein áhrif á þá sem stjórna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×