Erlent

Kornabarn fannst á bílastæði í Kaupmannahöfn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Barnið var umsvifalaust flutt á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn.
Barnið var umsvifalaust flutt á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn.

Borgarstarfsmaður í Kaupmannahöfn fann í morgun grátandi ungabarn sem virðist hafa verið skilið eftir á bílastæði. Hann hafði umsvifalaust samband við lögregluna.

Haft er eftir rannsóknarlögreglumanni á vef danska ríkisútvarpsins að lögreglan hafi verið fljót á vettvang. „Við komum á svæðið og sáum að þetta var lítil stelpa. Hún var lögð inn á sjúkrahús um hæl, þar sem hún dvelur nú.“

Það eina sem vitað er að svo stöddu er að stelpan er nýfædd. Því liggur ekki fyrir hvað hún hefur hírst lengi á bílastæðinu á Hammelstrupsvegi en hún fannst þar klukkan 07:40 að íslenskum tíma. Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings við að hafa uppi á foreldrum hennar.

Frá árinu 2004 hafa 10 dönsk ungabörn verið skilin eftir á víðavangi af foreldrum sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.