Enski boltinn

Salah og Mane á leið til Afríku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Salah og Mane fá að sofa í einkaþotu svo þeir verði ferskir í leiknum gegn Everton.
Salah og Mane fá að sofa í einkaþotu svo þeir verði ferskir í leiknum gegn Everton. vísir/getty
Mohamed Salah og Sadio Mane verða í Afríku aðeins sólarhring áður en þeir eiga spila með Liverpool gegn Everton í enska bikarnum.

Stjóri Liverpool, Jürgen Klopp, gaf þeim leyfi til þess að fljúga til Gana svo þeir geti verið viðstaddir athöfn þar sem knattspyrnumaður ársins í Afríku er valinn. Þeir koma báðir til greina í kjörinu.

„Við sofum á hóteli en þeir munu sofa í flugvél. Það er eini munurinn. Við verðum að sýna virðingu og leyfa þeim að mæta þarna,“ sagði Klopp.

Þriðji leikmaðurinn sem kemur til greina í kjörinu er Pierre-Emerick Aubameyang en Klopp þjálfaði hann hjá Dortmund. Þá komst hann að því hversu miklu máli þessi athöfn skiptir hjá afrískum leikmönnum.

„Ef þetta væri á leikdegi þá myndu þeir ekki biðja um að fara. Ég veit samt að það er ekkert mikilvægara fyrir þá en að fá að mæta á þessa athöfn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×