Enski boltinn

Salah og Mane á leið til Afríku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Salah og Mane fá að sofa í einkaþotu svo þeir verði ferskir í leiknum gegn Everton.
Salah og Mane fá að sofa í einkaþotu svo þeir verði ferskir í leiknum gegn Everton. vísir/getty

Mohamed Salah og Sadio Mane verða í Afríku aðeins sólarhring áður en þeir eiga spila með Liverpool gegn Everton í enska bikarnum.

Stjóri Liverpool, Jürgen Klopp, gaf þeim leyfi til þess að fljúga til Gana svo þeir geti verið viðstaddir athöfn þar sem knattspyrnumaður ársins í Afríku er valinn. Þeir koma báðir til greina í kjörinu.

„Við sofum á hóteli en þeir munu sofa í flugvél. Það er eini munurinn. Við verðum að sýna virðingu og leyfa þeim að mæta þarna,“ sagði Klopp.

Þriðji leikmaðurinn sem kemur til greina í kjörinu er Pierre-Emerick Aubameyang en Klopp þjálfaði hann hjá Dortmund. Þá komst hann að því hversu miklu máli þessi athöfn skiptir hjá afrískum leikmönnum.

„Ef þetta væri á leikdegi þá myndu þeir ekki biðja um að fara. Ég veit samt að það er ekkert mikilvægara fyrir þá en að fá að mæta á þessa athöfn.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.