Enski boltinn

Wenger: Ekkert tilboð komið í Sánchez

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexis Sánchez og Arsene Wenger á æfingu.
Alexis Sánchez og Arsene Wenger á æfingu. vísir/getty

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að ekkert tilboð hafi borist frá Manchester City í Alexis Sánchez.

Samningur Sílemannsins við Arsenal rennur út í sumar. Sánchez hefur verið sterklega orðaður við City í janúarglugganum en Wenger segir að Arsenal hafi enn ekki fengið tilboð í leikmanninn.

„Það hefur enginn haft samband. Þetta félag hefur áður misst stóra leikmenn og þraukað. En þú vilt halda þínum bestu leikmönnum,“ sagði Wenger á blaðamannafundi í dag.

Sánchez hefur átt misjafna leiki með Arsenal í vetur og verið sakaður um að leggja sig ekki nógu mikið fram fyrir liðið. Hann hefur alls skorað átta mörk í 19 leikjum á þessu tímabili.

Arsenal mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.


Tengdar fréttir

Wenger leikjahæstur frá upphafi

Arsene Wenger verður leikjahæsti stjóri ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar hann stýrir Arsenal gegn West Bromwich Albion í lokaleik ársins.

Wenger: Dómarinn sá ekki atvikið

Arsene Wenger segir Mike Dean, dómara leiks Arsenal og WBA í ensku úrvalsdeildinni í dag, ekki hafa séð atvikið sem hann dæmdi vítaspyrnu á undir lok leiksins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.