Sport

Kallaði Cyborg karlmann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cyborg fyrir bardagann gegn Holm.
Cyborg fyrir bardagann gegn Holm. vísir/getty
Sterkasta konan í UFC, Cris Cyborg, mátti þola það að vera kölluð karlmaður eftir bardagann gegn Holly Holm um áramótin.

Cyborg vann þá Holm í flottum fimm lotu bardaga. Hún vann örugglega á stigum. Þó svo hún sé algjör yfirburðamanneskja í sínum flokki þá hefur Cyborg oft mátt þola að illa sé talað um hana á samfélagsmiðlum.

Það var ljósmyndari á vegum Holly Holm sem kallaði hana karlmann á Instagram eftir bardagann. Hann tók síðar út færsluna en virtist lítið sjá eftir henni.

„Það er ekki ásættanlegt að einhver á vegum Holly sé að kalla mig karlmann. Ég vil fá afsökunarbeiðni strax. Ef ekki þá á UFC að taka öll réttindi af þessum manni í framtíðinni,“ sagði Cyborg augljóslega sár.

Í yfirlýsingu sem kom í kjölfarið er tekið fram að ljósmyndarinn hafi brugðist svona illa við eftir að hafa heyrt Cyborg tala illa um Holm baksviðs eftir bardagann. Ekki var beðist afsökunar heldur var þessi útskýring látin duga.

Hér má sjá Instagram-færsluna umdeildu.
MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×