Innlent

Jóna Sólveig lætur af embætti varaformanns Viðreisnar

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir skip­aði fyrsta sæti á lista flokks­ins í Suður­kjör­dæmi fyr­ir alþingiskosningarnar í lok októ­ber.
Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir skip­aði fyrsta sæti á lista flokks­ins í Suður­kjör­dæmi fyr­ir alþingiskosningarnar í lok októ­ber. Vísir/Stefán

Jóna Sólveig Elínardóttir hefur ákveðið að láta af embætti varaformanns Viðreisnar. Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni.

„Um miðjan desember tilkynnti ég stjórn Viðreisnar um þá ákvörðun mína að ég léti af embætti varaformanns. Ákvörðunin er tekin að vel ígrunduðu máli en eins og sakir standa, og í ljósi þess að nú er nýr áfangi í lífi mínu að hefjast, tel ég mig ekki geta gefið mig af fullum krafti í embættið,“ skrifar Jóna.

Þá segist hún ekki vera hætt afskiptum af stjórnmálum en að hún telji rétt að beina athyglinni tímabundið að öðrum verkefnum.

Í samtali við Vísi segir hún að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun. „Auðvitað er þetta ekki auðveld ákvörðun að taka þegar maður er búinn að gefa sig af lífi og sál í þetta í svona langan tíma. Þetta er þó ákvörðun sem mér líður vel með að hafa tekið,“ segir hún.

Jóna segist ekki geta greint frá því að svo stöddu hvaða verkefni hún tekur nú að sér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.