Enski boltinn

Ölvaður Sinclair meig í lögreglubílinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Trevor Sinclair.
Trevor Sinclair. vísir/getty
Fyrrum landsliðsmaður Englands, Trevor Sinclair, hefur játað sig sekan af ákærum um að hafa keyrt ölvaður og síðan verið með dylgjur í garð lögreglumanns.

Sinclair brást afar illa við er hann var tekinn ölvaður undir stýri. Hann jós fúkyrðum yfir lögreglumanninn sem stöðvaði hann og sakaði hann um að vera rasista.

Til að bæta gráu ofan á svart meig Sinclair síðan í lögreglubílinn er hann var í aftursætinu. Hann var einnig með mótþróa í handtökunni og neitaði að gefa blóðsýni.

Sinclair segist í dag skammast sín fyrir hegðun sína og hefur viðurkennt að lögreglumaðurinn sé alls enginn rasisti. Upphaflega sagðist hann aðeins hafa verið stöðvaður þar sem hann væri dökkur á hörund.

Þar sem hann játaði á sig sekt í tveimur liðum féll lögreglan frá ákæru um að hann hafi ráðist að lögreglumanni.

Sinclair er í dag knattspyrnusérfræðingur hjá BBC. Hann spilaði tólf landsleiki fyrir England á sínum tíma. Á leikmannaferli sínum spilaði hann meðal annars með Man. City, West Ham og QPR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×