Sport

Gronk rétt missti af 200 milljón króna bónus

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gronk í leiknum gegn Jets. Það var lítið að gera hjá honum þann daginn.
Gronk í leiknum gegn Jets. Það var lítið að gera hjá honum þann daginn. vísir/getty
Hinn magnaði innherji NFL-meistara New England Patriots, Rob Gronkowski, ætlaði sér að fá góðan bónus í lokaleik tímabilsins en það gekk ekki upp.

Fyrir tímabilið átti Gronk möguleika á því að næla sér í bónusa upp á 5,5 milljónir dollara eða 570 milljónir króna. Fyrir lokaleikinn var hann búinn að fá sigla heim bónusum upp á 3,5 milljónir dollara en síðustu tvær milljónirnar komu ekki í veskið.

Til þess að ná þeim hefði hann þurft að grípa 11 bolta eða vera með leik upp á 116 jarda gegn NY Jets.

Varnarmenn Jets vildu ekki sjá hann fá þessar 207 milljónir króna og settu tvo menn á hann allan leikinn. Niðurstaðan var sú að hann greip ekki einn bolta í leiknum.

Gronk getur líka að mörgu leyti sjálfum sér um kennt að hafa ekki náð þessum bónus. Hann fór nefnilega í eins leiks bann um daginn fyrir ruddaskap.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×