Enski boltinn

Barcelona ætlar að gera risatilboð í Coutinho

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Philippe Coutinho hefur spilað vel með Liverpool í vetur.
Philippe Coutinho hefur spilað vel með Liverpool í vetur. vísir/getty

Barcelona hefur ekki gefist upp á að fá Philippe Coutinho frá Liverpool og ætlar að bjóða 133 milljónir punda í Brassann í janúar.

Liverpool hafnaði þremur tilboðum frá Barcelona í Coutinho síðasta sumar og hann endaði á því að vera áfram hjá Bítlaborgarliðinu.

Barcelona ætlar hins vegar að reyna aftur að fá Coutinho og samkvæmt Mundo Deportivo ætlar Katalóníufélagið að bjóða 133 milljónir punda í hann.

Ef félagaskiptin verða að veruleika verður Coutinho dýrasti leikmaður í sögu Barcelona og næstdýrasti leikmaður allra tíma á eftir landa sínum, Neymar.

Hinn 25 ára gamli Coutinho hefur skorað sjö mörk í 18 leikjum með Liverpool í vetur.


Tengdar fréttir

Rauð jól í Liverpool

Liverpool uppskar vel í jólatörninni og hefur fengið 13 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum sínum. Hetjan í leiknum gegn Burnley kom úr óvæntri átt.

Salah og Mane á leið til Afríku

Mohamed Salah og Sadio Mane verða í Afríku aðeins sólarhring áður en þeir eiga spila með Liverpool gegn Everton í enska bikarnum.

Gengur best hjá Íslendingum gegn Liverpool

Íslenskir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni skora mest gegn Liverpool, en Jóhann Berg Guðmundsson varð í dag sjöundi íslenski leikmaðurinn til þess að skora gegn hinum rauðklæddu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.