Enski boltinn

Barcelona ætlar að gera risatilboð í Coutinho

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Philippe Coutinho hefur spilað vel með Liverpool í vetur.
Philippe Coutinho hefur spilað vel með Liverpool í vetur. vísir/getty
Barcelona hefur ekki gefist upp á að fá Philippe Coutinho frá Liverpool og ætlar að bjóða 133 milljónir punda í Brassann í janúar.

Liverpool hafnaði þremur tilboðum frá Barcelona í Coutinho síðasta sumar og hann endaði á því að vera áfram hjá Bítlaborgarliðinu.

Barcelona ætlar hins vegar að reyna aftur að fá Coutinho og samkvæmt Mundo Deportivo ætlar Katalóníufélagið að bjóða 133 milljónir punda í hann.

Ef félagaskiptin verða að veruleika verður Coutinho dýrasti leikmaður í sögu Barcelona og næstdýrasti leikmaður allra tíma á eftir landa sínum, Neymar.

Hinn 25 ára gamli Coutinho hefur skorað sjö mörk í 18 leikjum með Liverpool í vetur.


Tengdar fréttir

Rauð jól í Liverpool

Liverpool uppskar vel í jólatörninni og hefur fengið 13 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum sínum. Hetjan í leiknum gegn Burnley kom úr óvæntri átt.

Salah og Mane á leið til Afríku

Mohamed Salah og Sadio Mane verða í Afríku aðeins sólarhring áður en þeir eiga spila með Liverpool gegn Everton í enska bikarnum.

Gengur best hjá Íslendingum gegn Liverpool

Íslenskir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni skora mest gegn Liverpool, en Jóhann Berg Guðmundsson varð í dag sjöundi íslenski leikmaðurinn til þess að skora gegn hinum rauðklæddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×