Enski boltinn

Sjáðu markið sem Birkir skoraði gegn Bristol City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir fagnar marki sínu.
Birkir fagnar marki sínu. vísir/getty
Birkir Bjarnason skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Aston Villa þegar liðið rúllaði yfir Bristol City, 5-0, í gær.

Birkir kom inn á sem varamaður á 70. mínútu, í stöðunni 3-0, og tveimur mínútum síðar skoraði hann fjórða mark Villa.

Alan Hutton sendi frá boltann inn fyrir vörn Bristol City á Birki sem sýndi mikla yfirvegun og lagði boltann framhjá Luke Steele í marki gestanna.

Eins og áður sagði var þetta fyrsta mark Birkis fyrir Villa í ensku B-deildinni. Hann hafði áður skorað eitt mark í deildabikarnum.

Birkir hefur verið notaður sparlega á tímabilinu og aðeins einu sinni klárað leik í ensku B-deildinni. Birkir hefur alls komið við sögu í níu deildarleikjum í vetur.

Með sigrinum í gær fór Villa upp í 5. sæti deildarinnar. Birkir og félagar eru með 44 stig eftir 26 umferðir.


Tengdar fréttir

Birkir skoraði í stórsigri Villa

Birkir Bjarnason skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu fyrir Aston Villa í stórsigri liðsins á Bristol City í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×