Enski boltinn

Sjáðu markið sem Birkir skoraði gegn Bristol City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir fagnar marki sínu.
Birkir fagnar marki sínu. vísir/getty

Birkir Bjarnason skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Aston Villa þegar liðið rúllaði yfir Bristol City, 5-0, í gær.

Birkir kom inn á sem varamaður á 70. mínútu, í stöðunni 3-0, og tveimur mínútum síðar skoraði hann fjórða mark Villa.

Alan Hutton sendi frá boltann inn fyrir vörn Bristol City á Birki sem sýndi mikla yfirvegun og lagði boltann framhjá Luke Steele í marki gestanna.

Eins og áður sagði var þetta fyrsta mark Birkis fyrir Villa í ensku B-deildinni. Hann hafði áður skorað eitt mark í deildabikarnum.

Birkir hefur verið notaður sparlega á tímabilinu og aðeins einu sinni klárað leik í ensku B-deildinni. Birkir hefur alls komið við sögu í níu deildarleikjum í vetur.

Með sigrinum í gær fór Villa upp í 5. sæti deildarinnar. Birkir og félagar eru með 44 stig eftir 26 umferðir.


Tengdar fréttir

Birkir skoraði í stórsigri Villa

Birkir Bjarnason skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu fyrir Aston Villa í stórsigri liðsins á Bristol City í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.