Fótbolti

Kári vill framlengja við Aberdeen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári hefur leikið 14 deildarleiki með Aberdeen í vetur.
Kári hefur leikið 14 deildarleiki með Aberdeen í vetur. vísir/getty

Kári Árnason vill skrifa undir nýjan samning við skoska úrvalsdeildarliðið Aberdeen.

Samningur Kára við Aberdeen rennur út eftir þetta tímabil. Íslenski landsliðsmaðurinn vill vera áfram hjá félaginu.

„Ég vonast til að fá nýjan samning. Ég elska lífið hjá Aberdeen og fæ vonandi áframhaldandi samning. Ég hef ekki átt í neinum viðræðum en vonandi fara þær af stað á nýja árinu,“ sagði Kári við Evening Express.

Kári kom til Aberdeen frá AC Omonia frá Kýpur í sumar. Hann lék áður með skoska liðinu tímabilið 2011-12.

Kári hefur leikið 14 leiki og skorað tvö mörk í skosku deildinni í vetur. Aberdeen situr í 2. sæti með 43 stig, átta stigum á eftir toppliði Celtic.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.