Fótbolti

Fékk forræði yfir bróðursyni sínum og skírði hann í höfuðið á sjálfum sér

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emmanuel Adebayor spilar með Basaksehir í Tyrklandi.
Emmanuel Adebayor spilar með Basaksehir í Tyrklandi. vísir/getty

Emmanuel Adebayor, fyrrverandi leikmaður Arsenal, Tottenham, Manchester City og fleiri liða, hefur fengið forræði yfir bróðursyni sínum. Ekki nóg með það heldur skírði framherjinn frænda sinn í höfuðið á sér.

Faðir drengsins, sem hét Peter, lést árið 2013.

Adebayor hefur nú fengið forræði yfir drengnum og kynnti hann sem son sinn á Instagram. „Hann heitir Junior Emmanuel Adebayor,“ skrifaði framherjinn.

Samband Adebayors við aðra fjölskyldumeðlimi hefur verið afar stormasamt. Bróðir hans ásakaði hann m.a. um að hafa valdið dauða Peters. Adebayor segir hins vegar að Kola hafi ekki einu sinni mætt í jarðarför Peters.

Adebayor hefur sakað fjölskyldu sína um að sníkja af sér pening og þá sagði hann að mamma hans hefði lagt bölvun á hann meðan hann lék með Tottenham.

Adebayor leikur með Basaksehir í Tyrklandi. Hann hefur skorað níu mörk í 20 leikjum á tímabilinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.