Enski boltinn

Flanagan játar að hafa ráðist á kærustu sína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jon Flanagan hefur nær ekkert spilað fyrir Liverpool í vetur.
Jon Flanagan hefur nær ekkert spilað fyrir Liverpool í vetur. vísir/getty

Jon Flanagan, leikmaður Liverpool, hefur játað að hafa ráðist á kærustu sína rétt fyrir jól.

Flanagan var kærður fyrir að ráðast á og sparka í Rachael Wall, tveggja barna móður sem hann hefur verið í sambandi með í eitt og hálft ár. Árásin átti sér stað í miðborg Liverpool aðfaranótt 22. desember.

Flanagan játaði sök fyrir rétti og bíður nú dóms.

Flanagan, sem er 25 ára, hefur ekki enn komið við sögu hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Í fyrra lék hann sex leiki sem lánsmaður hjá Burnley.

Flanagan hefur leikið 51 leik fyrir aðallið Liverpool og skorað eitt mark. Hann á einn landsleik að baki fyrir England.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.