Llorente skoraði gegn gömlu félögunum │ Sjáðu markið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Llorente biður stuðningsmenn Swansea afsökunar á marki sínu
Llorente biður stuðningsmenn Swansea afsökunar á marki sínu Vísir/Getty

Tottenham vann nokkuð öruggan 2-0 sigur á Swansea í ömurlegum aðstæðum í Wales í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fyrrum Swansea-maðurinn Fernando Llorente kom Tottenham yfir strax á 12. mínútu með skallamarki eftir fyrirgjöf Christian Eriksen. Markið hefði þó aldrei átt að standa þar sem Llorente var rangstæður, en Robert Madley dómari leiksins lét það standa.

Dele Alli gulltryggði sigur Tottenham, sem Swansea ógnaði þó í raun aldrei, undir lok leiksins þegar hann skoraði annað mark gestanna eftir frábæra sendingu Harry Kane.

Tottenham fer með sigrinum upp fyrir Arsenal og í fimmta sæti deildarinnar.

Annars staðar sigraði Crystal Palace Southampton á útivelli og stökk upp í 14. sæti deildarinnar. Roy Hodgson heldur áfram að rífa Palace upp töfluna.

Andy Carroll tryggði West Ham sigur á West Bromwich Albion í uppbótartíma eftir að James McClean hafði komið WBA yfir í fyrri hálfleik. Albion hefur því farið 20 leiki í deildinni án sigurs.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.