Sterling með fljótasta mark tímabilsins │ Sjáðu mörkin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Raheem Sterling hefur verið duglegur að skora undanfarið
Raheem Sterling hefur verið duglegur að skora undanfarið vísir/getty

Raheem Sterling skoraði fljótasta mark tímabilsins þegar hann kom Manchester City yfir gegn Watford á Etihad vellinum í kvöld eftir 38 sekúndur.Markið var einnig það þriðja fljótasta í sögu Manchester City.

Þeir bláklæddu voru ekki lengi að tvöfalda forystuna, þó það hafi verið með hjálp Watford manna því Christian Kabasele skoraði sjálfsmark á 13. mínútu þegar hann reyndi að hreinsa fyrirgjöf Kevin de Bruyne.

Úrslit leiksins voru svo gott sem ráðin eftir fyrsta korterið, en Sergio Aguero gulltryggði sigur City með marki á 63. mínútu.

Andre Gray náði að klóra í bakkann rétt fyrir leikslok en það var of seint til þess að hafa nein áhrif og forysta Pep Guardiola og hans manna á toppi deildarinnar 15 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.