Wenger gæti farið í bann

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, fyrir hegðun hans eftir leik Arsenal og West Bromwich Albion á gamlársdag.
Wenger var mjög ósáttur við dómara leiksins, Mike Dean, fyrir að hafa dæmt vítaspyrnu undir lok leiksins sem West Brom jafnaði úr.
Í tilkynningu frá knattspyrnusambandinu segir að orðbragð og/eða hegðun Wenger í dómaraherberginu eftir leikinn hafi verið ofbeldisfull, óviðeigandi og/eða dró heiðarleika dómarans í efa.
Wenger hefur fram á föstudag til þess að svara ákærunni.
Tengdar fréttir

Wenger: Dómarinn sá ekki atvikið
Arsene Wenger segir Mike Dean, dómara leiks Arsenal og WBA í ensku úrvalsdeildinni í dag, ekki hafa séð atvikið sem hann dæmdi vítaspyrnu á undir lok leiksins.

WBA náði jafntefli eftir umdeildan vítaspyrnudóm
West Bromwich Albion náði ekki að vinna sinn fyrsta leik síðan í ágúst þegar Arsenal kom í heimsókn í lokaleik ársins í ensku úrvalsdeildinni.