Enski boltinn

Wenger gæti farið í bann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, fyrir hegðun hans eftir leik Arsenal og West Bromwich Albion á gamlársdag.

Wenger var mjög ósáttur við dómara leiksins, Mike Dean, fyrir að hafa dæmt vítaspyrnu undir lok leiksins sem West Brom jafnaði úr.

Í tilkynningu frá knattspyrnusambandinu segir að orðbragð og/eða hegðun Wenger í dómaraherberginu eftir leikinn hafi verið ofbeldisfull, óviðeigandi og/eða dró heiðarleika dómarans í efa.

Wenger hefur fram á föstudag til þess að svara ákærunni.


Tengdar fréttir

Wenger: Dómarinn sá ekki atvikið

Arsene Wenger segir Mike Dean, dómara leiks Arsenal og WBA í ensku úrvalsdeildinni í dag, ekki hafa séð atvikið sem hann dæmdi vítaspyrnu á undir lok leiksins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.