Sport

Gruden að taka við Oakland Raiders

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gruden er hann þjálfaði Raiders síðast.
Gruden er hann þjálfaði Raiders síðast. vísir/getty

Sjónvarpsmaðurinn skemmtilegi hjá ESPN, Jon Gruden, er á leið aftur í NFL-deildina. Hann mun væntanlega taka við liði Oakland Raiders sem hann þekkir vel.

Gruden þjálfaði lið Oakland frá 1998 til 2001. Starfið er laust þar sem félagið rak Jack del Rio á sunnudag.

Svo æstur er Mark Davis, eigandi Raiders, að fá Gruden í starfið að hann er sagður vera til í að bjóða honum hlut í félaginu ofan á himinhá laun fyrir að þjálfa þetta skemmtilega lið sem senn flyst yfir til Las Vegas.

Lið Oakland olli miklum vonbrigðum í vetur með því að vinna aðeins sex leiki en tapa tíu. Það býr miklu meira í því og Gruden er ætlað að kveikja neistann sem vantaði að þessu sinni.

Gruden vann Super Bowl með Tampa Bay í upphafi aldarinnar en hefur farið á kostum hjá ESPN síðustu ár og hafnað nokkrum tilboðum þar sem honum hefur liðið vel í sjónvarpinu. Þetta tilboð er aftur á móti sagt vera of freistandi.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.