Erlent

YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs

Birgir Olgeirsson skrifar
Skjáskot úr myndbandinu sem um ræðir.
Skjáskot úr myndbandinu sem um ræðir. YouTube

Bandarísk YouTube-stjarna hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að hafa birt myndband þar sem lík manneskju sem hafði fyrirfarið sér sást. 

YouTube-stjarnan heitir Logan Paul en hann var á ferðalagi í Japan ásamt vinum sínum. Logan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga.

Logan og vinir hans gengu fram á lík í skóginum. Í myndbandi sem stjarnan birti á YouTube-rás sinni mátti sjá að félögunum varð ansi brugðið en gerðu jafnframt grín að því.

Voru Logan og félagar hans sakaðir um vanvirðingu og viðurstyggilega hegðun.

Myndbandið var sett inn á YouTube á sunnudag og höfðu margar milljónir séð það áður en það var tekið út.

Um fimmtán milljónir eru áskrifendur að YouTube-rás Logan Paul en hann hefur birti afsökunarbeiðni á Twitter.

Á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að tíðni sjálfsvíga í hinum þróaða heimi sé sú hæsta í Japan. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.