Erlent

Sanders vill líta til ís­lensku jafn­launa­vottunarinnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bernie Sanders er bandarískur öldungadeildarþingmaður.
Bernie Sanders er bandarískur öldungadeildarþingmaður. vísir/getty
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders vill líta til íslensku jafnlaunavottunarinnar þegar kemur að því að jafna kjör á bandarískum vinnumarkaði.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Sanders þar sem hann deilir frétt Al Jazeera um jafnlaunavottunina. Sanders segir að Bandaríkjamenn verði að fylgja fordæmi Íslendinga og krefjast þess að að sömu laun verði greidd fyrir sömu vinnu, óháð kyni, kynþætti, kynhneigð eða þjóðerni.

„Á meðan við berjumst gegn tilraunum Repúblikana til þess að konur njóti annars flokks réttinda er mikilvægt að við missum ekki sjónar á því meginmarkmiði okkar að halda áfram og efla réttindi kvenna,“ segir Sanders.

 

Jafnlaunavottunin tók gildi í gær en lög um vottunina voru samþykkt á Alþing í byrjun júní í fyrra. Samkvæmt frétt á vef stjórnarráðsins um lögin er markmið „jafnlaunavottunar að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.“


Tengdar fréttir

Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×