Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hrund Þórsdóttir skrifar

Mæður tveggja langveikra stúlkna segja regluverkið í kringum foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Þær segjast ekki geta beðið endalaust eftir breytingum enda sé óvissa um líftíma dætra þeirra, en rætt verður við mæðurnar í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Við hittum líka fimm manna fjölskyldu í Kópavogi sem ætlar að takmarka neyslufé sitt við hundrað þúsund krónur í janúarmánuði, en foreldrarnir segja markmiðið að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur.

Loks heimsækjum við fjörugt heimili á Akranesi, en þar búa alls fimmtán hundar, meðal annars ellefu Sjeffer-hvolpar sem komu í heiminn í desember. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.