Handbolti

„Viljum ekki fá neitt gefins“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Janus Daði Smárason segir Íslendinga vera með lið sem getur unnið alla á Evrópumótinu í handbolta sem hefst í Króatíu í janúar.

„Ég held þetta verði allt hörkuleikir, en við förum inn í hvern leik til að vinna,“ sagði Janus Daði við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld.

„Það er búinn að vera smá uppgangur á okkur og nú erum við bara 16 manna hópur og getum slípað okkur vel saman. Ég held við séum helvíti þéttir.“

Janus fór á sitt fyrsta stórmót í fyrra, þegar Ísland keppti á HM í Frakklandi. Þar á meðal nýliða var einnig Ómar Ingi Magnússon.

„Krefjandi, en ég held að það sé bara skemmtilegra. Ég myndi ekki vilja fá eitthvað gefins og við þurfum að hafa fyrir öllu,“ sagði Ómar, aðspurður út í andstæðinga Íslands á mótinu.

Innslag Gaupa úr kvöldfréttunum má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×