Menning

Margrét Örn­ólfs­dóttir hand­hafi Ís­lensku bjart­sýnis­verð­launanna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá afhendingu verðlaunanna í dag.
Frá afhendingu verðlaunanna í dag. vísir/eyþór

Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónlistarmaður, hlaut í dag Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti henni verðlaunin við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í dag en Íslensku bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem veitt hafa verið árlega frá árinu 1981.

Margrét er fædd árið 1967. Hún lauk áttunda stigi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1994 og starfaði lengi sjálfstætt sem tónlistarmaður og samdi meðal annars fyrir leikhús og kvikdmyndir og gaf út barnaplötur.

Síðustu árin hefur hún einkum fengist við handritsgerð. Nú síðast skrifaði hún þáttaröðina Fanga en meðal annarra þáttaraða sem hún hefur unnið að eru Réttur, Pressa, Svartir englar og Ófærð. Þá hefur hún einnig skrifað fyrir leiksvið og gefið út skáldsögur.

Í dómnefnd sátu Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson.

Upphafsmaður Íslesnsku bjartsýnisverðlaunanna var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en ISAL hefur verið bakhjarl þeirra frá árinu 2000 er Bröste dró sig í hlé. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna.

Verðlaunin eru áritaður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein milljón króna í reiðufé.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.