Handbolti

Logi til liðs við Fjölni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Logi (til hægri) kastar mæðinni að loknum leik með Víkingi í fyrra.
Logi (til hægri) kastar mæðinni að loknum leik með Víkingi í fyrra. Vísir/stefán

Botnlið Fjölnis í Olís-deild karla í handbolta hefur fengið vænan liðsstyrk fyrir átökin sem framundan eru í botnbaráttu deildarinnar eftir áramót. Leikstjórnandinn Logi Ágústsson er genginn í raðir félagsins en hann samdi við félagið um helgina samkvæmt heimildum Vísis.

Logi, sem er uppalinn hjá Þrótti, spilaði með Víkingi undanfarin tvö ár. Hann hélt til Danmerkur í haust og spilaði með liði í b-deild danska handboltans.

Logi er fæddur árið 1997 og á sínu 21. aldursári. Hjá Fjölni hittir hann fyrir kunningja sína úr Borgarholtsskóla þar sem hann nam. Þeirra á meðal eru hægri skyttan Kristján Örn Kristjánsson.

Hlé hefur verið gert á Olís-deildinni á meðan Evrópumótinu í Króatíu stendur. Næsti leikur Fjölnis verður gegn ÍR í Dalhúsum 31. janúar. Fjölnir hefur fimm stig á botni deildarinnar ásamt Víkingi.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.