Erlent

Franskir fangar fá síma í klefana

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
50 þúsundum farsíma verður dreift til franskra fanga.
50 þúsundum farsíma verður dreift til franskra fanga. vísir/getty
Yfir 50 þúsund farsímum verður dreift til fanga í 178 fangelsum í Frakklandi. Þess er vænst að bætt samskipti milli fanga og umheimsins styrki þá í aðlögun að samfélaginu þegar þeir hafa afplánað fangelsisdóm sinn, að því er stórblaðið Le Monde greinir frá.

Frá 2016 hefur nær 300 föngum í fangelsi í Meuse í norðausturhluta Frakklands verið leyft að hringja í fjölskyldu sína á öllum tímum sólarhringsins í tilraunaskyni. Símtölin hafa kostað minna en símtöl úr símaklefum fyrir utan fangaklefana.

Föngunum verður heimilt að hringja í fjögur símanúmer sem vitað er hverjir eru skráðir fyrir. Baráttan gegn ólöglegum símum í fangelsunum mun halda áfram til að koma í veg fyrir samskipti við glæpagengi utan fangelsanna. Árið 2016 var lagt hald á 33 þúsund farsíma í frönskum fangelsum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×