Erlent

Franskir fangar fá síma í klefana

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
50 þúsundum farsíma verður dreift til franskra fanga.
50 þúsundum farsíma verður dreift til franskra fanga. vísir/getty

Yfir 50 þúsund farsímum verður dreift til fanga í 178 fangelsum í Frakklandi. Þess er vænst að bætt samskipti milli fanga og umheimsins styrki þá í aðlögun að samfélaginu þegar þeir hafa afplánað fangelsisdóm sinn, að því er stórblaðið Le Monde greinir frá.

Frá 2016 hefur nær 300 föngum í fangelsi í Meuse í norðausturhluta Frakklands verið leyft að hringja í fjölskyldu sína á öllum tímum sólarhringsins í tilraunaskyni. Símtölin hafa kostað minna en símtöl úr símaklefum fyrir utan fangaklefana.

Föngunum verður heimilt að hringja í fjögur símanúmer sem vitað er hverjir eru skráðir fyrir. Baráttan gegn ólöglegum símum í fangelsunum mun halda áfram til að koma í veg fyrir samskipti við glæpagengi utan fangelsanna. Árið 2016 var lagt hald á 33 þúsund farsíma í frönskum fangelsum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.