Erlent

Að minnsta kosti 23 slasaðir eftir eldsvoða í Bronx

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi í Bronx í dag en mjög kalt er í New York þessa dagana.
Frá vettvangi í Bronx í dag en mjög kalt er í New York þessa dagana. vísir/getty

Að minnsta kosti 23 eru slasaðir eftir eldsvoða sem braust út í morgun í Bronx í New York-borg. Aðeins nokkrir dagar eru síðan 12 manns létust í eldsvoða í íbúðabyggingu í hverfinu. Á meðal hinna slösuðu eftir eldsvoðann í dag er einn slökkviliðsmaður.

Samkvæmt upplýsingum frá Daniel Nigro, stjórnanda hjá slökkviliði New York-borgar, er enginn hinna slösuðu í lífshættu. Hann segir að mikill eldur hafi verið í byggingunni og að nokkrum fjölda fólks hafi verið bjargað úr húsinu af slökkviliðinu.

Eldurinn braust út klukkan hálfsex í morgun að staðartíma eða klukkan 10:30 að íslenskum tíma. Meira en 200 slökkviliðsmenn börðust við eldinn í miklum kulda en það tók um átta klukkustundir að ná tökum á ástandinu. Eldsupptök eru enn ókunn að því er fram kemur á vef New York Times.

Síðastliðinn fimmtudag létu 12 manns lífið í eldsvoða í Bronx, þar af fjögur börn. Er það mannskæðasti eldsvoði í New York í 25 ár. Kviknaði eldurinn út frá því að þriggja ára drengur var að fikta við eldavélina heima hjá sér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.