Erlent

Að minnsta kosti 23 slasaðir eftir eldsvoða í Bronx

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi í Bronx í dag en mjög kalt er í New York þessa dagana.
Frá vettvangi í Bronx í dag en mjög kalt er í New York þessa dagana. vísir/getty
Að minnsta kosti 23 eru slasaðir eftir eldsvoða sem braust út í morgun í Bronx í New York-borg. Aðeins nokkrir dagar eru síðan 12 manns létust í eldsvoða í íbúðabyggingu í hverfinu. Á meðal hinna slösuðu eftir eldsvoðann í dag er einn slökkviliðsmaður.

Samkvæmt upplýsingum frá Daniel Nigro, stjórnanda hjá slökkviliði New York-borgar, er enginn hinna slösuðu í lífshættu. Hann segir að mikill eldur hafi verið í byggingunni og að nokkrum fjölda fólks hafi verið bjargað úr húsinu af slökkviliðinu.

Eldurinn braust út klukkan hálfsex í morgun að staðartíma eða klukkan 10:30 að íslenskum tíma. Meira en 200 slökkviliðsmenn börðust við eldinn í miklum kulda en það tók um átta klukkustundir að ná tökum á ástandinu. Eldsupptök eru enn ókunn að því er fram kemur á vef New York Times.

Síðastliðinn fimmtudag létu 12 manns lífið í eldsvoða í Bronx, þar af fjögur börn. Er það mannskæðasti eldsvoði í New York í 25 ár. Kviknaði eldurinn út frá því að þriggja ára drengur var að fikta við eldavélina heima hjá sér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×