Fótbolti

Dembele gæti snúið aftur á morgun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ousmane Dembele meiddist í leik gegn Getafe 17. september
Ousmane Dembele meiddist í leik gegn Getafe 17. september Vísir/Getty

Ungstirnið Ousmane Dembele gæti snúið aftur á fótboltavöllinn á morgun þegar Barcelona mætir Celta Vigo í spænsku bikarkeppninni.

Dembele var keyptur fyrir metfé frá Borussia Dortmund í sumar en náði aðeins þremur leikjum með spænska félaginu áður en hann meiddist aftan í læri í september.

Hann þurfti að gangast undir aðgerð í Finlandi, en var útskrifaður af læknum félagsins í gær og þykir líklegt að hann muni koma við sögu í bikarleiknum annað kvöld.

Frakkinn skoraði 10 mörk í 49 leikjum fyrir Dortmund á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir

Dembele kominn til Barcelona

Ousmane Dembele hefur skrifað undir samninga hjá Barcelona og er nú formlega orðinn leikmaður félagsins. Fyrir helgi var greint frá því að samkomulag hafi náðst á milli Barcelona og Borussia Dortmund, en nú eru skiptin endanlega gengin í gegn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.