Lífið

Pínu erfitt að eiga afmæli á þessum tíma

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Villi dettur í fertugt í dag, sem er auðvitað hinn besti aldur.
Villi dettur í fertugt í dag, sem er auðvitað hinn besti aldur.
Það er mun skárra en hitt, það að eldast ekki. Ef maður skoðar þessa tvenna kosti, eins og maðurinn sagði, þá er það mun skárra að eldast en að vera dauður,“ segir afmælisbarnið, Vilhelm Anton Jónsson, eða Villi Naglbítur eins og hann er stundum kallaður aðspurður um það hvernig það leggist í hann að vera sigla inn í fjórða tuginn, en hann verður fertugur í dag.

Er eitthvað plan?

„Jájá, ég ætla að gera vel við mig í mat og drykk og hitta á gott fólk,“ segir Villi að sé plan dagsins, veislan mun þó þurfa að bíða fram á helgi.

„Ég er lúmskur afmælismaður. Þetta er samt svo erfitt þegar maður á afmæli svona nálægt gamlárs- og nýárskvöldi. Það eru allir pínu þreyttir á mannamótum og svona fögnuði einhverjum. Við sem eigum afmæli þarna erum svolítið að troða okkar gleði upp á aðra. Það nennir enginn að samgleðjast með manni í alvörunni. Fyrst eru það jólin og gamlárs og svo er boðið upp á þetta.“

Þú bíður þá kannski upp á hreinsandi djúsa og gufusoðinn fisk?

„Það er náttúrulega lang fyndnast að bjóða fólki bara upp á hangikjöt og hamborgarhrygg og þennan jólamat bara áfram, þá líður þeim eins og það sé bara „Groundhog day.“

Ég fer út að borða á morgun með mínu fólki en ég held ég fái mér ekki hangikjöt... það er ekki að ræða það.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×