Lífið

Pabbi Friðriks Dórs og Jóns stal senuninni í öðruvísi uppgjöri ársins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haukur lagði mikið á sig í sínu uppgjöri. Sjá má kappann á skemmtilegri mynd hér til vinstri.
Haukur lagði mikið á sig í sínu uppgjöri. Sjá má kappann á skemmtilegri mynd hér til vinstri.
„Ég er með spurningakeppni í lok hvers árs fyrir félaga mína, þar sem spurt er úr árinu og því kómíska sem gerðist. Þannig að það sem er á Twitter er nú bara smá hliðarafurð frá því,“ segir lögfræðingurinn Guðmundur Haukur Guðmundsson sem gerði árið 2017 upp með óborganlegum tístum í 31 dag. Hann setti inn eitt tíst á dag og valdi ótal hluti sem stóðu upp úr á árinu.

„Ég var síðan að grínast við félaga mína að það ætti að veita fleiri „ársins” verðlaun og peppa þannig landsmenn aðeins. Þetta vatt síðan aðeins upp á sig,“ segir Guðmundur sem gerði það sama eftir árið 2016. Hann segist safna skemmtilegum atvikum saman hægt og rólega yfir árið.

Var eitthvað tíst sem var í sérstöku uppáhaldi?

„Klappið hans Jón Rúnars, föður Frikka Dórs og Jóns Jónssonar. Bind miklar vonir við að þetta taki við af víkingaklappinu næsta sumar.“



Hér að neðan má sjá tístin öll frá fyrsta degi.

+





Fleiri fréttir

Sjá meira


×