Erlent

For­seti mor­móna­kirkjunnar látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Thomas Monson varð forseti mormónakirkjunnar árið 2008.
Thomas Monson varð forseti mormónakirkjunnar árið 2008. Vísir/AFP
Thomas S. Monson, forseti mormónakirkjunnar, kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, er látinn, níræður að aldri.

CNN greinir frá þessu. Monson lést á heimili sínu í Salt Lake City í Utah að því er fram kemur í tilkynningu frá kirkjunni.

Monson hafði gegnt stöðu forseta mormónakrikjunnar frá árinu 2008. Á sínum yngri árum starfaði hann sem trúboði um 45 ára skeið.

Mormónakirkjan var stofnuð á fyrrihluta 19. aldar og er nú með um sextán milljónir fylgjenda. Mormónar trúa að söfnuðurinn sé endurrisinn sá söfnuður sem Jesú stofnaði og að aðrir trúarhópar, sem kenna sig við Krist, hafi villst af leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×