Innlent

Ökumaður tekinn með amfetamín, kannabis og þurrkaða sveppi

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn játaði að eiga efnin.
Maðurinn játaði að eiga efnin. Vísir/Eyþór

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í gærkvöld vegna gruns um fíkniefnaneyslu reyndist hafa í fórum sínum umtalsvert magn af meintu amfetamíni, kannabis og þurrkuðum sveppum, auk áhalda til fíkniefnaneyslu. Hann játaði að eiga efnin.

Fleiri mál komu á borð lögreglu á síðasta sólarhring þar sem um vörslu meintra fíkniefna var að ræða en í þeim öllum var um minni háttar magn að ræða.

Þá hafa fáeinir ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu á undanförnum dögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.