Íslenski boltinn

Aron Freyr fer aftur til Keflavíkur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Freyr Róbertsson í leik með Grindavík í sumar
Aron Freyr Róbertsson í leik með Grindavík í sumar Vísir/Andri Marinó

Aron Freyr Róbertsson er á leið aftur til Keflavíkur eftir tvö ár í Grindavík. Þessu greinir fótbolti.net frá í dag.

Aron Freyr er 21 árs gamall og er samningsbundinn Grindavík út sumarið og því þarf Keflavík að kaupa hann til sín.

Hann spilaði 18 leiki fyrir Grindavík síðasta sumar og góð frammistaða hans skilaði honum sæti í U21 landsliði Íslands.

Aron lék með Keflavík og Víði í Garði í yngri flokkum, en hann yfirgaf Keflavík fyrir Grindavík í mars 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.