Handbolti

Maximillian farinn til Noregs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Svíinn stoppaði stutt á Íslandi
Svíinn stoppaði stutt á Íslandi Vísir/Anton
Sænska skyttan Maximillian Jonsson hefur yfirgefið herbúðir Gróttu á Seltjarnarnesi og er farinn til Noregs. Mbl.is greindi frá.

Maximillian er markahæsti leikmaður Gróttu á tímabilinu í Olís deildinni, með 75 mörk í 14 leikjum, og er því mikið skarð fyrir Seltirninga.

Hann fer til Arendal, sem situr á toppi norsku úrvalsdeildarinnar.

Grótta er í 10. sæti Olís deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti. Hlé er á deildinni vegna Evrópumótsins í Króatíu, en Grótta hefur leik að nýju miðvikudaginn 31. janúar með heimaleik gegn FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×