Handbolti

Maximillian farinn til Noregs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Svíinn stoppaði stutt á Íslandi
Svíinn stoppaði stutt á Íslandi Vísir/Anton

Sænska skyttan Maximillian Jonsson hefur yfirgefið herbúðir Gróttu á Seltjarnarnesi og er farinn til Noregs. Mbl.is greindi frá.

Maximillian er markahæsti leikmaður Gróttu á tímabilinu í Olís deildinni, með 75 mörk í 14 leikjum, og er því mikið skarð fyrir Seltirninga.

Hann fer til Arendal, sem situr á toppi norsku úrvalsdeildarinnar.

Grótta er í 10. sæti Olís deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti. Hlé er á deildinni vegna Evrópumótsins í Króatíu, en Grótta hefur leik að nýju miðvikudaginn 31. janúar með heimaleik gegn FH.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.