Lífið

Þetta smáatriði kostaði keppandann 330 þúsund krónur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einn óheppinn.
Einn óheppinn.

Alex Trebek, þáttastjórnandinn í spurningaþættinum vinsæla Jeopardy, gaf engan afslátt í þættinum á dögunum.

Þá var spurt um lag Coolio sem ber nafnið Gangster's Paradise og var keppandinn Nick alveg með það á hreinu hvað lagið héti.

Hann svaraði því laglega og sagði: „Gangsta's Paradise“ og fékk til að byrja með rétt fyrir það. Eftir að dómarar þáttarins höfðu rætt saman voru 3200 dollarar dregnir af honum, í því sem samsvarar rúmlega 330 þúsund krónur.

Hér að neðan má sjá þetta spaugilega atvik sem er eitt af því vinsælasta sem finnst á Reddit í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.